Quantcast
Channel: Landgræðsla ríkisins - Forsíða
Viewing all 319 articles
Browse latest View live

Aðalfundur Landgræðslufélags Skaftárhrepps

$
0
0

heydreifing-2Þann 18. mars sl. var haldinn 20. aðalfundur Landgræðslufélags Skaftárhrepps. Fundinn sóttu um 20 félagar í Landgræðslufélaginu auk þess sem starfsmenn Landgræðslunnar mættu og voru með framsöguerindi. Gústav Ásbjörnsson fór yfir landgræðsluaðgerðir síðastliðins árs í sveitarfélaginu auk þess að fjalla um aðferðir við mat á ástandi afrétta og Jóhann Þórsson fjallaði um landhnignun, rof og ástand lands.


Beit á Almenningum

$
0
0

almenningar-2Nýverið birti ítölunefnd niðurstöður sínar  um beit í Almenninga, afrétt Vestur Eyfellinga . Vildi meirihlutinn heimila beit sauðfjár, en minnihluti nefndarinnar taldi afréttinn ekki beitarhæfan.  Deilurnar um beit á Almenninga eru margslungnar og vekja upp ýmsar spurningar.

Verðkönnun vegna áburðar- og frædreifingar

$
0
0

Vegna áburðar- og sáningarverkefna við Hálslón, á Hraunasvæði og víðar á Fljótsdalsheiði sumarið 2013 óskar Landgræðsla ríkisins eftir tilboðum í flutning og dreifingu á um 70 tonnum af áburði og um 2,4 tonnum af grasfræi, áætlaður dreifingartími er um miðjan júní. Um er að ræða verkefni sem Landgræðslan annast fyrir Landsvirkjun.

Meistaravörn

$
0
0

Magnus 2Meistaravörn Magnúsar Þórs Einarssonar, "Áhrif landgræðsluaðgerða á Rangárvöllum á gróðurfar og kolefnisflæði", fer fram í Ásgarði á Hvanneyri 26. apríl kl. 13.30. Leiðbeinendur eru þeir Bjarni Diðrik Sigurðsson og Guðmundur Halldórsson. Prófdómari er Brynhildur Bjarnadóttir frá Háskólanum á Akureyri.

Krafa um yfirítölumat fyrir Almenninga í Rangárþingi eystra

$
0
0

alm-itolunefnd-1Sjö aðilar gerðu kröfu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um að skipuð yrði yfirítölunefnd fyrir Almenninga sem er afréttur í Rangárþingi eystra og er Landgræðsla ríkisins einn af þessum sjö aðilum.

Meistararitgerð í landgræðslufræðum

$
0
0

Magnus 2Á dögunum varði Magnús Þór Einarsson mastersritgerð sína við Landbúnaðarháskóla Íslands en bar hún nafnið „Áhrif landgræðsluaðgerða á Rangárvöllum á gróðurfar og kolefnisflæði“. Leiðbeinendur ritgerðarinnar voru Bjarni D. Sigurðsson og Guðmundur Halldórsson. Prófdómari var Brynhildur Bjarnadóttir frá Háskólanum á Akureyri.

Varúðarráðstafanir í Dimmuborgum

$
0
0

dimmuborgir-2Dimmuborgir hafa verið i umsjón Landgræðslu ríkisins síðan 1942. Landgræðsla ríkisins hefur unnið metnaðarfullt árangursríkt starf í landgræðslu á svæðinu síðan þá. 

Ný meistararitgerð - Dýralíf á landgræðslusvæðum

$
0
0

brynja-1Þann 7. maí síðastliðinn varði Brynja Davíðsdóttir meistararitgerð sína við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ritgerðin nefnist „The effect of vegetation reclamation on birds and invertebrates. A comparative study of barren land, restored heathland and land revegetated by Nootka lupin“.


Ný skýrsla um Gróður og eldgosavá

$
0
0

grodur og eldgosava forsÚt er komin skýrsla sem ber heitið "Gróður og eldgosavá. Forvarnargildi gróðurs gegn hamförum af völdum eldgosa og eldfjallagjósku."

Þann 26. ágúst 2011 samþykkti ríkisstjórn Íslands, samhljóða, tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að hafist yrði handa við gerð hættumats vegna eldgosa á Íslandi.

Alþjóðleg ráðstefna - Soil Carbon Sequestration

$
0
0

Banner-SCSA solution for climate, food security and ecosystem services
Grand Hótel, Reykjavik, 27.-29. maí 2013

Mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi fyrir varnir gegn loftslagsbreytingum, fæðuöryggi, þjónustu vistkerfa og fleiri af mikilvægustu stoðum sjálfbærrar þróunar verður umfjöllunarefni alþjóðlegrar ráðstefnu sem hefst mánudaginn 27. maí kl. 08:30. Ráðstefnan er þverfagleg og ætluð sem vettvangur skoðanaskipta milli vísinda, stefnumörkunar og framkvæmda.

Ársskýrsla Landgræðslunnar 2012

$
0
0

arsskyrsla-2012-forsÁrsskýrsla Landgræðslunnar fyrir árið 2012 er komin út. Þar er greint frá helstu verkefnum Landgræðslunnar á síðasta ári.
Ársskýrsluna má nálgast í vefupplausn hér>>>>

Tökum þátt í landgræðsludegi með Landvernd og Gnúpverjum!

$
0
0

Landgræðsludagur Gnúpverja verður laugardaginn 8. júní. Þá er áætlað að dreifa úr 140 heyrúllum í jarðarsár í hlíðum Sandafells og Karnesings. Þetta svæði er nokkru innar en Búrfell í Þjórsárdal og náttstaðinn Hólaskóg. Flatlendið þarna fyrir neðan kallast Haf. Hekla gnæfir yfir í suðri og hefur oft sent væna vikurskammta yfir svæðið.

Velheppnuð ráðstefna

$
0
0

banner-soil-conf-2Nýlokið er ráðstefnunni SOIL CARBON SEQUESTRATION, for climate, food security and ecosystem services, sem var haldin á Grand Hótel Reykjavík dagana 26-29 maí. Ráðstefnuna héldu Landgræðsla ríkisins og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við fjölda innlendra og erlendra stofnana.

Sumaropnun í Sagnagarði

$
0
0

Sagnagarður, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar verður opinn alla daga vikunnar kl. 9:00-17:00, frá 1. júní til 31. ágúst. Í Sagnagarði er sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og óblíð náttúruöfl. Saga frumherjanna í landgræðslu er rakin og barátta þeirra við vantrú almennings. Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi. Sjá nánari upplýsingar um Sagnagarð hér.

Bæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil

$
0
0

Kominn er út bæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil en plönturnar eru fyrstu dæmin um ágengar framandi plöntutegundir sem breiðast út hér á landi. Bæklingurinn er gefinn út í samvinnu Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í honum er stuttlega komið inn á einkenni tegundanna, áhrif þeirra á vistkerfi landsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr útbreiðslu þeirra.


Ötulir uppgræðslubændur

$
0
0

Lambast-3Félagar í Landgræðslufélagi Biskupstungna dreifðu nýlega um 40 tonnum af áburði á uppgræðslusvæði við Hvítárvatn á Kili.

Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna UNU-LRT í Gunnarsholti

$
0
0

IMG 3498-3Nemendur Landgræðsluskólans www.unulrt.is dvelja nú í Gunnarsholti. Þeir hafa stundað fjölbreytt nám síðastliðna þrjá mánuði í Reykjavík en hefja nú tímabil þar sem þeir dvelja í Gunnarsholti um tveggja mánaða skeið og vinna að sérverkefnum.

Landvernd og landgræðsla

$
0
0

Heyrullur a GnupverjaafrettiNýlega tóku 10 bandarískir nemendur á vegum Landverndar þátt í að loka rofsárum með heymoði á Gnúpverjaafrétti. Verkið var unnið í samvinnu Landverndar, Landbótafélags Gnúpverja og Landgræðslu ríkisins. Verkstjóri var Sigþrúður Jónsdóttir, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar. Sjá nánar á heimasíðu Landverndar http://landvernd.is/Sidur/ID/4482/Rofsarum-loka-a-Gnupverjaafretti

Rannsóknir á lúpínu

$
0
0

SkogburstalirfurÍ sumar hefur verið haldið áfram með ýmsar rannsóknir á lúpínu. Síðastliðinn miðvikudag var hópur að vinna á rannsóknarsvæðum á Markarfljótsaurum þar sem eru tilraunareitir í doktorsverkefni Brynju Hrafnkelsdóttur við LbhÍ. Mæld var þekja og blómgun lúpínu í reitum.

Birkiræktun í gróðurhúsi Landgræðslunnar

$
0
0

grodurhus2013 l Í sumar hefur farið fram ræktun á birkiplönum í gróðurhúsi Landgræðslunnar. Kjartan Már Benediktsson umsjónarmaður staðarumhverfis í Gunnarsholti hefur haft veg og vanda að ræktuninni. Alls er um að ræða milli 40-50.000 birkiplöntur sem eru ræktaðar upp af fræi sem kemur alls staðar af að landinu.

 

Viewing all 319 articles
Browse latest View live